Bjóða grunnskólabörnum í Eyjafirði á tónleika

Æska landsins heimsækja Akureyri, Grenivík og Blönduós með jólatónleikana Æskujól. Þetta er í fyrsta sinn sem ungir listamenn fara í skipulagða jólatónleikaröð um landið á aðventu, segir í tilkynningu.

Æskujól verða með tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudaginn 12. des kl. 20:00, Grenivíkurkirkju föstudaginn 13. des kl 20:00 og í Blönduóskirkju sunnudaginn 15. des kl 20:00. Meginþema tónleikanna er fjölskyldan saman um jólin. Það eru þau Karólína Sif, Ari Ólafs og Pétur Ernir sem syngja á tónleikunum.

"Við viljum bjóða öllum grunnskólabörnum á Akureyri ókeypis á fjölskyldutónleika og taka þátt í lokalaginu sem er ,, Heims um ból,," segir um tónleikana í Akureyrarkirkju í kvöld. 


Athugasemdir

Nýjast