Veiðitímabilið er hafið og flykkjast veiðimenn landsins í ár og vötn í leit að bleikju eða laxi. Guðrún Una Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður Stangveiðifélags Akureyrar, hefur stundað veiðimennsku frá árinu 1997 og segir áhugann hafa vaxið með hverju árinu. Veiðidellan sé komin til að vera. Hún segir fátt toppa það að lyfta fallegum fiski.
Rætt er við Guðrún Unu í prentútgáfu Vikudags