Guðmundur Karl sagði að þegar bilun yrði í lyftunni færi í gang ákveðið ferli. Menn gæfu sér 20 mínútur til að finna bilunina og koma lyftunni í gang en gengi það ekki eftir væri farið í að aðstoða fólk við að komast úr lyftunni. Starfsfólk Hlíðarfjalls fær ákveðinn hóp úr Súlum björgunarsveitinni á Akureyri til aðstoðar í slíkum tilfellum en Guðmundur Karl sagði að flestir hefðu verið komnir úr lyftunni þegar þeir komu á staðinn. Töluvert var af fólki á skíðum í Hlíðarfjalli í dag við ágætar aðstæður.