Búið er að skipa aðgerðarhóp til að bregðast við atvinnuvandanum í Grímsey en hópinn skipa tveir þingmenn, fulltrúar hjá Akureyrbæ og Grímsey.
Hópurinn mun hittast í annað sinn í dag, mánudag, en gert er ráð fyrir að hann fái skamman tíma til að fara yfir málið, koma með tillögur til þeirra aðila sem gætu þurft að koma að málinu til að finna farsæla lausn fyrir Grímsey og tryggja áframhaldandi búsetu þar.
Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, situr í aðgerðarhópnum fyrir hönd Akureyrarbæjar og segir hópinn stefni á að skila tillögum í vor en rætt er við Matthías í prentútgáfu Vikudags.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum blasir mikill vandi við Grímseyingum vegna skulda útgerðamanna í eynni við Íslandsbanka.
-þev