Á fundinum kom fram veruleg ánægja með starfsemi félagsins og góða fjármálastjórn en vel hefur verið haldið utan um fjármál félagsins, félagsmönnum til hagsbóta. Alls eru 2.163 félagsmenn í Framsýn og fjárhagsleg afkoma félagsins var mjög góð á árinu 2009 líkt og verið hefur síðustu ár. Hagnaður varð á öllum sjóðum félagsins. Í heildina var tekjuafgangurinn kr. 137.064.435,-.
Heildareignir félagsins námu kr. 1.078.651.143,- í árslok 2009 og höfðu aukist að raungildi frá fyrra ári. Þá nutu 663 félagsmenn bóta úr sjúkrasjóði félagsins á árinu 2009. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 15.809.507,-. Í þessari upphæð vega þyngst sjúkradagpeningar til félagsmanna vegna veikinda eða kr. 9.212.400,-.