Aðalfundur Hverfisnefndar Oddeyrar í kvöld

Aðalfundur Hverfisnefndar Oddeyrar verður haldinn í stofu 202 á annarri hæð Oddeyrarskóla, í kvöld, 1. október kl. 20.30. Kollgáta verður með kynningu á hugmyndum um framtíðarskipulag Oddeyrarinnar.  

Hverfisnefndin mun veita viðurkenningu fyrir jákvæðni og uppbyggingu á Oddeyrinni. Formaður flytur skýrslu um starf nefndarinnar og kosið verður aftur í stjórn. Ennfremur kemur fram í kynningu að einhver sæti séu laus í nefndinni og skemmtilegt starf framundan.

Nýjast