Aðalfundur Hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis í kvöld

Aðalfundur Hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis verður haldinn á sal Lundarskóla kl. 20.00 í kvöld, miðvikudaginn 30. september. Á dagskrá eru venuleg aðalfundarstörf sem og umræður um nágrannavörslu, stígagerð og skipulagsmál í hverfinu.  

Gestir fundarsins eru þeir Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri og Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og munu þeir fjalla um göngustíga í hverfinu og tengingu við önnur hverfi. Léttar veitingar verða í boði og þá kemur fram í tilkynningu að í stjórn nefndarinnar eru laus sæti fyrir áhugasama aðila. Hverfisbúar eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegu starfi í hverfinu sínu.

Nýjast