Gestir fundarsins eru þeir Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri og Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og munu þeir fjalla um göngustíga í hverfinu og tengingu við önnur hverfi. Léttar veitingar verða í boði og þá kemur fram í tilkynningu að í stjórn nefndarinnar eru laus sæti fyrir áhugasama aðila. Hverfisbúar eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegu starfi í hverfinu sínu.