Ábyrgð stjórna og stjórnarmanna hlutafélaga til umræðu

Undanfarið hefur mikið verið rætt um ábyrgð stjórna og stjórnarmanna hlutafélaga í kjölfar bankahrunsins og vanda fyrirtækja sem hafa farið mikinn á liðnum árum. Einnig hefur vakið athygli að íslensk fyrirtæki virðast sum hver vera farin að tryggja stjórnarmenn sína gegn kröfum um fjárhagslega ábyrgð á röngum ákvörðunum.  

Í erindi sínu á lögfræðitorgi í Háskólanum á Akureyri á morgun þriðjudag kl. 12.00, mun Helga Hlín Hákonardóttir hdl. fara yfir þróun þessara mála.  Helga Hlín er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Helga Hlín starfaði áður hjá Verðbréfaþingi Íslands, Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf. (FBA), Íslandsbanka hf., Straumi Burðarás, Fjárfestingarbankanum hf.  Hún hefur sinnt kennslu til prófs í verðbréfamiðlun við HA, HÍ og HR.

Nýjast