Á uppleið í hörðum heimi bíóbransans
Kvikmyndin Albatross verður frumsýnd í bíóhúsum landsins á næstu misserum en um er að ræða íslenska gamanmynd. Myndin var tekin upp í Bolungvarvík, að mestu leyti á golfvellinum og eru flestir sem að myndin koma að vestan. Tökumaður myndarinnar, Logi Ingimarsson, á ættir að rekja vestur en er hins vegar uppalinn Akureyringur. Logi komst í kynni við leikstjóra myndarinnar, Snævar Sölva Sölvason, er leiðir þeirra lágu saman í Kvikmyndaskóla Íslands.
Vikudagur sló á þráðinn til Loga og spjallaði við hann um myndina, starf kvikmyndatökumannsins og harkið í bíóbransanum. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.