Á Nonnaslóð

Nonnahús, en á morgun fimmtudag verður boðið uppá gönguferð um slóð Nonna í Innbænum i boði Minjasaf…
Nonnahús, en á morgun fimmtudag verður boðið uppá gönguferð um slóð Nonna í Innbænum i boði Minjasafnsins Mynd Minjasafnið á Akureyri

Nonnahús er kennt við rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna. Hann var hvorki eigandi hússins né bjó þar lengi. Hvers vegna er húsi kennt við hann? Hvernig stóð á því að Nonni var sendur til náms í Frakklandi tæplega 12 ára? Saga foreldra og systkina Nonna er ekki síður áhugaverð. Þessar sögur verða til umfjöllunar í gönguferð á slóð Nonna fimmtudaginn 18. ágúst.
Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, leiðir gönguna sem tekur rúma klukkustund. Ganga hefst við Nonnahús kl. 17 og lýkur þar rúmum klukkutíma síðar. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna.


Athugasemdir

Nýjast