Miðað við áætlaðan fjölda aðgerða á degi hverjum á Sjúkrahúsinu á Akureyri má búast við því að fresta þurfi allt að 120 aðgerðum á meðan verkfall lækna stendur yfir. Um er að ræða bæði stærri aðgerðir á borð við liðaskipti og skjaldkirtilsaðgerðir og minni aðgerðir eins og gallblöðruaðgerðir. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAk, segir róðurinn mun þyngjast eftir verkfallið dregst á langinn. Nánar er fjallað málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.
-þev