Mennt er máttur, segir máltækið. Stóraukin sókn kvenna til náms og góðrar menntunar mun án nokkurs vafa leiða til þess að þau samfélagsmein munu hverfa sem standa í vegi fyrir því að kvenlegir eiginleikar njóti fullrar viðurkenningar til jafns við þá karllægu. Það er óhjákvæmilegt að það gerist og við það leysast úr læðingi öfl sem hafa verið í fjötrum. Sú breyting mun verða gæfuspor mannkynsins. Veröld mannsins má þá líkja við hendur eins líkama. Þær eru skapaðar til að uppfylla hvor aðra, í því felst snilldin. Það er þess vegna sem þær vinna saman með svo ótrúlaga fullkomnum hætti," skrifar Böðvar Jónsson.