Snorri Guðvarðsson, málarameistari og tónlistarmaður á Akureyri, er annálaður viskíáhugamaður. Hann hefur komið sér upp veglegu safni á heimili sínu í Innbænum og fer á netið flest kvöld, þar sem hann aflar sér upplýsinga um viskí og leitar nýjustu frétta. Ég er með frábært app í símanum hjá mér þar sem ég fæ endalausar fréttir af hinu og þessu tengdu viskíi, segir Snorri. Hann segist ekki hafa tölu á hversu margar flöskurnar séu orðnar, en alls séu tegundirnar 176.
Þetta er aðeins brot úr viðtali við Snorra sem nálgast má í heild í prentúgáfu Vikudags