70 kærur á fjórtán árum
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun lagði bæjarlögmaður fram yfirlit um kæru og úrskurðarmál á hendur bænum á árunum 20002014. Þar kemur fram að á þessu árabili hafa 70 kærur verið lagðar fram og úrskurðað um þær í 79 niðurstöðum eða ákvörðunum.
Í 25 tilfellum var ákvörðun bæjarins úrskurðuð ógild en í samtals 54 tilfellum var dæmt Akureyrarkaupstað í vil, þar af var 23 málum vísað frá og í 31 tilfelli var kröfu kæranda hafnað og ákvörðun bæjarins staðfest.
Flest eru kærumálin á sviði skipulags og byggingarmála eða 41 og þar var í 29 tilfellum dæmt Akureyrarkaupstað í vil en 12 sinnum var ákvörðun bæjarins ógilt. Næstfjölmennasti flokkurinn er útboðsmál þar sem ákvarðanir bæjarins voru tvisvar ógildar en 8 sinnum dæmt bænum í vil.
Í fréttatilkynningu frá bænum er haft eftir Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra Akureyrar, að þessar niðurstöður séu eins og við var að búast og að hann eigi ekki von á að fjöldi kæru og úrskurðarmála sé meiri eða minni í öðrum sveitarfélögum sé miðað við íbúafjölda.
Aðalatriðið finnst mér vera að þessi mál séu öll uppi á borðinu því í öllum framkvæmdum bæjarins á að ríkja opin og gagnsæ stjórnsýsla þar sem hver og einn getur leitað réttar síns finnist honum á einhvern hátt á sér brotið. Í því samhengi er gott að fá fram þetta yfirlit bæjarlögmanns til að sjá hvernig staða þessara mála er í raun og veru, segir Eiríkur Björn.