64 virk smit á Norðurlandi eystra

Flest smitin sem greindust í gær eru á Akureyri og Dalvík.
Flest smitin sem greindust í gær eru á Akureyri og Dalvík.

„Staðan er ekki góð,“ seg­ir Her­mann Karls­son, hjá aðgerðastjórn Al­manna­varna á Norður­landi eystra í samtali við mbl.is. Fjórtán ný smit voru greind á svæðinu í gær og tengj­ast tveim­ur at­b­urðum, sam­kvæmi og jarðarför. Ný smit á Norður­landi eystra eru ekki inni í töl­um á covid.is í dag fyr­ir Norður­land eystra þar sem ekki var hægt að fljúga með sýn­in suður í gær­kvöldi vegna veðurs og því ekið með þau suður.  Alls  eru 230 í sótt­kví.

Nýju smit­in eru flest á Ak­ur­eyri og Dal­vík og tengj­ast þau flest tveim­ur viðburðum, annars vega sam­kvæmi í heima­húsi og hins vegar jarðarför. „Það góða er að 12 af 14 voru þegar í sótt­kví,“ seg­ir Her­mann í sam­tali við mbl.is.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra og aðgerðastjórn al­manna­varna í um­dæmi lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra hvetja íbúa svæðis­ins til ein­beittr­ar sam­stöðu í bar­áttu við kór­ónu­veiruna.

 


Nýjast