63 ár milli elsta og yngsta keppenda
Skákþing Akureyrar, hið 77. í röðinni nú nefnt Norðurorkumótið , stendur yfir þessa dagana og er metþátttaka á mótinu, en keppendur eru 21 talsins. Gera má ráð fyrir harðri baráttu um Akureyrarmeistaratitilinn því meðal keppenda eru sex fyrrverandi meistarar. Þeirra á meðal er Ólafur Kristjánsson, sem vann sinn fyrsta meistaratitil fyrir 47 árum og þykir til alls líklegur á þessu móti.
Ólafur er elstur þátttakenda, en yngstur er hin tíu ára gamli Gabríel Freyr Björnsson. Tæp 63 ár skilja þannig að elsta og yngsta keppandann á mótinu. Núverandi skákmeistari Akureyrar er Jón Kristin Þorgeirsson, sem með sigri sínum í fyrra varð yngsti meistari sögunnar, aðeins 14 ára gamall. Hann er einnig meðal keppenda nú og freistar þess að verja titil sinn. Mótinu lýkur þann 22. febrúar nk.