56 milljóna ferðakostnaður

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma til móts við íþróttafélögin í landinu með því að veita 90 milljónum króna á ári til jöfnunar ferðakostnaðar félaganna. Þessu marki verður náð á þremur árum, í ár greiðir ríkið 30 milljónir, 60 milljónir á næsta ári og 90 milljónir frá árinu 2009. Þröstur Guðjónsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að þetta framlag ríkisins hafi verið orðið alveg nauðsynlegt og baráttan fyrir því að ná þessu fram hafi verið löng. „Við höfum tekið saman ferðakostnað aðildarfélaga okkar og telst til að hann hafi verið um 56 milljónir króna á síðasta ári. Það verður ekki mikið til skiptanna á þessu ári en það eykst síðan um helming á næsta ári og eykst enn eftir það. Við höfðum talið nauðsynlegt að sú upphæð sem ríkið legði í þetta væri á bilinu 80-100 milljónir króna á ári," sagði Þröstur.

Nýjast