Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita 50% afslátt af húsaleigu júnímánaðar til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði af Akureyrarbæ en frekari afslættir verða ekki veittir vegna tekjufalls undanfarinna mánaða.
Bæjarráð samþykkti á fundi 7. maí sl. að veita 50% afslátt af húsaleigu mánuðina mars, apríl og maí til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði af Akureyrarbæ. Jafnframt var samþykkt að fella niður leigu til þriðja aðila í húsnæði.