46 börn þurfa sérkennslu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Alls 46 börn þurfa sérkennslu á leikskólum á Akureyri og hefur þeim fjölgað um fjögur á síðustu þremur árum. Hlutfall barna með sérkennslu af heild er 4,2% og eru fleiri börn en áður með alvarlegar fatlanir að sögn Hrafnhildar Sigurðardóttur leikskólafulltrúa Akureyrarbæjar. Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt aukna fjárveitingu að upphæð 7.600.000 milljón króna til sérkennslu í leikskólum bæjarins.

Hrafnhildur segir að nauðsynlegt hafi verið að auka fé í málaflokkinn svo hægt verði að sinna þeim börnum sem hafa metna sérkennsluþörf í leikskólunum. Einnig aukast stöðugildi vegna sérkennslu úr átján og hálfu í rúmlega nítján stöðugildi.

throstur@vikudagur.is

 

Nýjast