3.000 lítrar af kaffi á 35 árum
Eftir 35 ár í kennslu við Menntaskólann á Akureyri hefur Jónas Helgason ákveðið að láta gott heita og snúa sér að öðrum hlutum. Hann hóf að kenna árið 1976 en hefur tvisvar tekið stuttar pásur á þessum tíma. Til gamans tók Jónas saman ýmsar tölulegar upplýsingar um árin 35, m.a. hvað kaffibollarnir eru margir og fjöldi kennslustunda, og skrifaði þetta allt upp á töflu. Í prentútgáfu Vikudags er rætt við Jónas, sem segist ekki kvíða því að hætta að kenna.
-þev