30 milljóna króna hækkun til menningarstofnana á Akureyri

Listagilið á Akureyri
Listagilið á Akureyri

Samkvæmt breytingatillögum fjárlaganefndar mun samningsfjárhæð ríkisins til menningarstofnana á Akureyri hækka um 30 milljónir króna á næsta ári. Heildarframlagið verður því 168 milljónir í stað 138 milljóna, líkt og fyrstu drög fjárlagana gerðu ráð fyrir. Eins og fjallað var um í Vikudegi fyrir skemmstu mótmæltu bæjaryfirvöld á Akureyri mismun á framlagi ríkisins til menningarstofnanna í Reykjavík og á Akureyri. Á undanförnum árum hafa framlög til stofnana ríkisins í Reykjavík s.s. Hörpu, Listasafns Íslands, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækkað um hundruði milljóna króna á sama tíma og framlög ríkisins til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað.

Nýjast