Strákarnir í 2. fl. Þórs gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslandsmeistarana í FH á Þórsvellinum sl. þriðjudag á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 3-1 sigur Þórs, þar sem þeir Valþór Atli Garðarsson, Jóhann Helgi Hannesson og Lars Óli Jessen skoruðu mörk Þórs í leiknum.
Eftir fimm umferðir situr Þór á toppi deildarinnar með 15 stig og hafa þeir unnið alla sína leiki til þessa.