Tólf stiga frost var á Akureyri klukkan átta í morgun og á Grímsstöðum var sextán stiga frost. Á Öxnadalsheiði sýndi mælirinn 17 stig , en kaldast var í Mývatnssveit; - 27,5 stig. Á Kárahnjúkum mældist frostið 27,3 stig.
Á Mývatnsheiði var frostið 20 stig.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Austanátt, víða 3-10 m/s, en 10-18 við S-ströndina. Yfirleitt bjartviðri, en smáél við A-ströndina og allra syðst. Hvessir í nótt, austan 15-23 syðst á morgun, en annars víða 8-15. Slydda eða snjókoma SA-til, él A-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Frost 0 til 13 stig, kaldast í innsveitum, en dregur úr frosti á morgun og hlánar syðst.