Rúmlega 260 nemendur hefja nám í 1. bekk í grunnskólum á Akureyri í haust. Heildarnemendafjöldi fyrir skólaárið 2015-2016 er ríflega 2.600, sem er lítilsháttar fjölgun frá því í fyrra. Brekkuskóli er sem fyrr fjölmennasti skólinn með um 490 nemendur en sá fámennasti er Grímseyjarskóli með átta nemendur. Lundarskóli er næstfjölmennasti með 420 nemendur, 401 nemandi fer í Síðuskóla, 387 í Giljaskóla, 372 í Naustaskóla, 310 í Glerárskóla, 190 í Oddeyrarskóla og 17 í Hríseyjarskóla.
Þá er gert ráð fyrir að a.m.k. 16 nemendur stundi nám í Hlíðarskóla, sem er sérskóli. Mesta fjölgunin er í Naustaskóla á milli skólaára eða um 20 nemendur.
-þev