26 í einangrun á Norðurlandi eystra

Samkvæmt nýjum tölum á covid.is eru nú 26 í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi eystra og 168 í sóttkví. Fólki í sóttkví hefur fjölgað verulega undanfarna daga. Í gær voru 23 í einangrun og því greindust þrjú smit í gær í landshlutanum. 

Alls voru 42 ný kór­ónu­veiru­smit greind inn­an­lands í gær. Af þeim voru 74% í sótt­kví en 11 voru utan sótt­kví­ar.


Nýjast