21. febrúar, 2007 - 16:19
Fréttir
Í samgönguáætlun 2007-2010 sem er til meðferðar á Alþingi er gert ráð fyrir að verja 255 milljónum króna til byggingar hafnarmannvirkja á Akureyri. Lengja á Tangabryggju um 40 metra í ár og kostar sú framkvæmd 53,2 milljónir króna. Í ár og á næsta ári á að setja niður 70 metra langt stálþil við Ísbryggju ÚA auk annarra framkvæmda fyrir 99,8 milljónir króna. Þá á að lengja Oddeyrarbryggju um 65 metra með stálþili í ár og næsta ár og kostar sú framkvæmd 102 milljónir króna.