06. júní, 2007 - 10:22
Fréttir
Á fundi bæjarstjórnar í gær minntist bæjarstjóri þeirra tímamóta að 25 ár eru frá stofnun jafnréttisnefndar í bænum, og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Bæjarstjórn fagnar því að 25 ár eru liðin frá stofnun jafnréttisnefndar á Akureyri. Akureyrarbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ráða sér jafnréttisfulltrúa árið 1991. Þá hlaut bærinn jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs, fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt árið 1992. Jafnréttisstefna bæjarins, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er nú í endurskoðun en áherslur hennar eru m.a. þær að allar deildir bæjarins taki mið af stefnunni í starfsáætlunum auk þess sem stofnunum bæjarins, þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri, er gert að setja sér sérstakar jafnréttisáætlanir. Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi jafnréttisstefnunnar og hvetur samfélags- og mannréttindaráð til að halda áfram því öfluga starfi sem unnið hefur verið að í jafnréttismálum bæjarfélagsins."
Bæjarráð samþykkti bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.