Kjósendum á kjörskrárstofni á Norðurlandi eystra hefur fjölgað um 653 miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í gögnum Þjóðskrár Íslands. Í lok maí voru samtals 21.641 á kjörskrá í sveitarfélögunum þrettán á Norðurlandi eystra, en við síðustu sveitarstjórnarkosningar voru samtals 20.988 á kjörskrá. Kjósendum hefur því fjölgað um 3,1% á kjörtímabilinu. Flestir eru á kjörskrá á Akureyri, 13.347. Þar hefur kjósendum fjölgað um 3,1% á kjörtímabilinu.