2.000 athugasemdir barna til bæjarstjóra

Það voru þau Brynjólfur Skúlason, Ari Orrason, Embla K. Blöndal sem afhentu Ásthildi Sturludóttir bæ…
Það voru þau Brynjólfur Skúlason, Ari Orrason, Embla K. Blöndal sem afhentu Ásthildi Sturludóttir bæjarstjóra bunkann. Ljósmynd/Akureyrarbær.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fékk í gærmorgun afhentan þykkan bunka af óskum og hugmyndum grunnskólabarna sem var safnað í tilefni af viku barnsins; alls 2.000 athugasemdir. Í kjölfarið áttu fulltrúar úr ungmennaráði gagnlegan fund með bæjarstjóra þar sem ýmis mál voru rædd. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 30 ára þann 20. nóvember og er þessi dagur á alþjóðavísu tileinkaður réttindum barna. 

„Það er frábært að fá allan þennan fjölda fjölbreyttra athugasemda barna og ungmenna í bænum. Það er mikilvægt að þeirra raddir heyrist og er það eitthvað sem við verðum að taka alvarlega og vinna með,“ sagði Ásthildur við afhendingu á vef bæjarins.


Athugasemdir

Nýjast