20. ágúst, 2007 - 08:32
Fréttir
Lögreglan á Akureyri stöðvaði í nótt ökuferð 16 ára unglings í bænum, en hann var, eins og gefur að skilja sökum aldurs hans, próflaus. Þá viðurkenndi hann að vera undir áhrifum fíkniefna og hann hafði tekið bifreið foreldra sinna ófrjálsri hendi. Tilkynnt var um innbrot í hárgreiðslustofu á Akureyri undir morgun. Útihurð hafði verið spennt upp og hillur innan við hurðina hrunið niður sökum þess. Styggð hefur komið að þjófnum og var hann á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.