Líkt og undanfarin tvö ár bauð VÍS viðskiptavinum með F plús tryggingu að næla sér í skínandi húfur fyrir börn á næstu þjónustuskrifstofu. Akureyringar tóku vel við sér. Í tilkynningu frá VÍS segir Magnús Jónsson umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi að þar hafi um 1.500 húfur verið gefnar. Á svæðinu öllu eru þær hátt í 3.000, þ.e frá Þórshöfn og vestur í Hrútafjörð. Á landsvísu svarar fjöldinn til þess að fjögur börn af hverjum tíu á aldrinum 3ja 12 ára hafi fengið húfu.Magnús segir að hufurnar komi ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja, heldur sé um að ræða góða viðbót.
Nú í ár eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan hestamenn á Akureyri og í Eyjafirði hófu uppbyggingu mótsvæðis hestamanna á Melgerðismelum og árið 1976 var fyrsta fjórðungsmót Norðlenskra hestamanna haldið þar
Fyrsta slætti er heilt yfir lokið í Eyjafirði og segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar að uppskera sé góð víðast hvar en gæðin aftur á móti misjöfn.
Það voru Soffía Gísladóttir, formaður skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sem veittu viðurkenningarnar við setningu Mærudaga á föstudag