14 hagkvæmar íbúðir á Norðurlandi eystra

Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, svokallaðra almennra íbúða. Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum og þar af verða 14 á Norðurlandi eystra. Fjármunirnir eru hugsaðir til að styðja við framboð ódýrra leiguíbúða fyrir almenning og verða nýttir til byggingar á 438 íbúðum og kaupa á 162 íbúðum. Flestar íbúðanna á Norðurlandi eystra verða byggðar á Akureyri.

Byggja á íbúðir við Keilusíðu og reisa smáhýsi við Holta- og Hlíðarhverfi. Einnig verða keyptar tvær íbúðir við Glerárholt auk þess sem einni íbúð verður bætt við. Þá verður byggður búsetukjarni á Húsavík. Stofnframlögin renna til byggingaraðila í almenna íbúðakerfinu og er ætlunin að slá á þann mikla húsnæðisvanda sem lægri og millitekjuhópar hafa mátt stríða við undanfarin ár, segir í tilkynningu.

 


Athugasemdir

Nýjast