130 milljónir í nýtt skautasvell

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Áætlað er að skipta um plötu á svellinu í Skautahöllinni á Akureyri á næsta ári. Búið er að stofna vinnuhóp sem heldur utan um undirbúningsvinnuna og verður hafist handa við hönnun og annan undirbúning á árinu er snýr að nýrri plötu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti 130 milljónir. Áætlaðar eru 5 milljónir á þessu ári í verkefnið og 125 milljónir á því næsta.  Núverandi ástand á svellinu þykir varasamt og því sé þörf á að endurnýja.

-þev

Nýjast