Þetta er frábær árangur og við erum afskaplega ánægð með hann, segir Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Félagið gerir út samnefndan hvalaskoðunarbát frá Torfunefsbryggju. Það sem af er sumri, eða frá því í lok maí hafa farþegar séð hvali í hverri einustu skoðunarferð, árangurinn er 100% í júní og júlí.
Magnús segir að mikið sé um hvali í Eyjafirði nú í sumar, einkum hnúfubakur og hafa frá tveimur og upp í tólf slíkir sést í ferðum Ambassadors. Þá segir Magnús að mun fleiri ferðamenn hafi farið í hvalaskoðun í sumar miðað við árið í fyrra. Lengra viðtal við Magnús má nálgast í prentútgáfu Vikudags.