Draumur um frelsi

Siggi Gunn skrifar

„I wish I knew how it would feel to be free
I wish I could break all the chains holding me
I wish I could say all the things that I should say
Say 'em loud, say 'em clear
For the whole round world to hear.“

Ég vildi að ég gæti verið frjáls og sagt hátt og snjallt hvernig mér er innanbrjósts. Svo hljóða inngangsorð í texta Billy Taylor frá árinu 1963 í laginu I Wish I Knew How It Would Feel to Be Free sem margir tónlistarmenn hafa reynt við en er líklegast hvað þekktast í flutningi Nina Simone. Lagið varð að einskonar einkennislagi mannréttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar en þrátt fyrir að tæp sextíu ár séu liðin frá því að það var samið og margt breyst á textinn enn vel við, og rétt rúmlega það.

„I wish I could share all the love that's in my heart
Remove all the bars that keep us apart
I wish you could know what it means to be me.“

Ég vildi óska þess að ég gæti deilt allri ástinni sem býr í hjarta mér, fjarlægt allt það sem skilur okkur að og að þú skiljir hvernig er að vera ég. Þetta textabrot fékk mig til þess að hugsa til allra þarna úti sem þjást. Allra þeirra sem eru inni í einhverskonar skáp og þora ekki að stíga fram af ótta við fordæmingu samfélagsins. Ótta sem á oft rætur að rekja til innri fordóma, sem einmitt eru þeir fordómar sem erfiðast er að horfast í augu við.

Það er svo innilega dásamlegt að vera frjáls. Frjáls frá eigin fordómum, skoðunum annara (þó það gangi misjafnlega, eins og gengur) og fara inn í hvern dag stoltur, alveg eins og maður er. Ég á enn eftir að hitta þá manneskju, og hef ég nú hitt þær ansi margar, sem komið hefur út úr skápnum og séð eftir því.

„Though I'm way overdue, I'd be starting anew,“ segir á einum stað í laginu. Það er einmitt málið. Þótt þér finnst vera orðið of seint þá er aldrei of seint að hefja nýtt líf - laus úr fjötrum innri fordóma!


Athugasemdir

Nýjast