Akureyrarbær tilbúinn að taka þátt í samstilltu átaki til að kveðja niður verðbólgu

Heimir Örn Árnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.
Heimir Örn Árnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.

Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu. Aðgerðir sem ná niður verðbólgu og gefa grundvöll til vaxtalækkunar eru lykilatriði í því efnum. 

 Mér finnst afar dapurt að fréttamenn séu duglegir við að skrifa frétt um að einstök sveitarfélög séu að hamla því að það sé skrifað undir kjarasamninga. Væri ekki fyrsta skrefið að hafa samband við viðkomandi meirihluta sveitarfélagana áður en svona fréttir eru skrifaðar.

 Einnig finnst mér að það hefði verið mun farsælari leið að sveitarfélög höfðu fengið tækifæri til að ígrunda kosti og galla við þessa aðferð og hvort aðrar leiðir væru færar.

Samkvæmt bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 5. desember 2023 þá munum við leggja okkar að mörkum til þess að klára kjarasamningana sama hver ákvörðunin verður:

"Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki."

 

 


Athugasemdir

Nýjast