Starfsemi deilda bæjarins verður kynnt og m.a. boðið upp á sérstaka kynningu á framkvæmdum á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar og á nýjum tillögum um miðbæjarskipulag. Einnig er opið hús í Rósenborg. Þá mun bæjarlögmaður kynna stjórnsýslureglur í Amtsbókasafninu kl. 17.00 í dag. Laugardaginn 18. október kl. 10 - 14 verður opið í Glerárstöð þar sem vatnsaflsvirkjun verður kynnt á vegum Norðurorku. Einnig verður opið í dælustöð fyrirtækisins við Þórunnarstræti þar sem hægt verður að skoða m.a. hluta af stjórnkerfi hitaveitunnar. Þá verður gestum og gangandi boðið að skoða nýja aðstöðu dagþjónustu og annarrar stoðþjónustu í Hlíð frá kl. 14-16 á laugardag.