Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar urðu umræður um stöðu stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði í
kjölfar greiðsluþrots sparisjóðsins sl. vor. Sveitarstjórn samþykkti að taka undir framkomnar óskir sveitarfélaga og fleiri um að
Alþingi taki til skoðunar tilurð laga um breytt starfsumhverfi sparisjóða og hverjir hafi helst hagnast á þeim breytingum.
Þá samþykkti sveitarstjórnin að óska eftir að embætti sérstaks saksóknara taki til rannsóknar tildrög þess að Byr
sparisjóður yfirtók Sparisjóð Norðlendinga og í því sambandi sérstaklega hvort raunverulegri stöðu lánasafns Byrs hafi
að einhverju marki verið haldið leyndri fyrir forsvarsmönnum Sparisjóðs Norðlendinga í aðdraganda yfirtökunnar.