Yfirburðasigur Hauka og Þór úr leik í bikarnum

Þór er úr leik í Poweradebikarkeppni kvenna í körfubolta eftir tap gegn úrvalsdeildarliði Hauka í Síðuskóla í gær með 96 stiga mun, 22:118. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu Þórsarar skorað fjögur stig gegn 51 stigi gestanna. Haukar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.


Gunnhildur Gunnarsdóttir var atkvæðamest í  liði Hauka með 31 stig, Lovísa Henningsdóttir skoraði 26 stig og Guðrún Ámundardóttir  20 stig. Fyrir heimamenn var Hulda Þorgilsdóttir með 10 stig og Petra Frímannsdóttir kom næst með fjögur stig.

Nýjast