Hún er einnig mikilvægt tækifæri fyrir Vestnorrænu löndin að samþætta þjónustu sína og efla samvinnu sín á milli, í samvinnu þessara landa felast mikil ferðaþjónustutækifæri. Kynningar á aðildarlöndum kaupstefnunnar og móttökur fara fram í Hofi, en kaupstefnan sjálf fer fram í Íþróttahöllinni. Þar hefur verið stillt upp glæsilegum sýningarsal fyrir yfir 200 sýnendur, langstærstur hluti þeirra íslenskir ferðaþjónustuaðilar. Íþróttahöllin mun því iða af lífi en kaupstefnan er með þeim stærstu sem sett hefur verið upp í húsinu. North Atlantic Tourism Association (NATA) stendur fyrir kaupstefnunni en Ísland, Grænland og Færeyjar eru aðilar að NATA. Kaupstefnan er haldin árlega, annað hvert ár á Íslandi og annað hvert ár til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi.