Vonbrigði með hugmyndir um stórfelldan niðurskurð í grunnþjónustu

Á aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld var samþykkt ályktun þar sem lýst yfir miklum vonbrigðum með framkomnar hugmyndir um stórfelldan niðurskurð í grunnþjónustu á landsbyggðinni umfram niðurskurð á höfuðborgarsvæðinu. Skatttekjur ríkisins af landsbyggðinni eru tvöfalt hærri en útgjöldin. Nú verður þetta hlutfall enn verra.

Þá lýsir aðalfundurinn mikilli hryggð yfir stofnun pólitískra réttarhalda á Íslandi sem efnt er til í nafni haturs og hefnda en ekki réttlætis. Nýr formaður fulltrúaráðsins var kjörinn Baldvin Valdemarsson. Auk hans hlutu kjör í stjórn þau Bjarni S. Jónasson og María Marinósdóttir. Ennfremur sitja í stjórninni formenn sjálfstæðisfélaganna; Kolbrún Sigurgeirsdóttir, Kristinn Fr. Árnason, Bergþóra Þórhallsdóttir, Unnsteinn Jónsson og Auðbergur Gíslason.

Nýjast