Dregið var í 16- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Þór/KA fékk heimaleik gegn Fjarðabyggð/Leikni en KA mætir úrvalsdeildarliði Grindavíkur á útivelli. Leikið verður í kvennaflokki laugardaginn 26. júní en í karlaflokki verður leikið miðvikudaginn 23. júní og fimmtudaginn 24. júní.