„Virðumst hafa meiri breidd en við héldum“

„Ég reiknaði kannski ekki með að vinna alla leikina í byrjun en ég held að deildin sé bara mjög jöfn í ár. Við erum búnir að vinna tæpa sigra inn á milli en þetta lítur vel út. Þetta er hins vegar bara nýbyrjað og það verður að halda þessu áfram,” segir Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar Handboltafélags, sem hefur farið glimrandi vel af stað í N1-deildinni í handbolta karla í vetur.

Eftir fjóra leiki er Akureyri á toppi deildarinnar með 8 stig, en HK og FH koma í næstu sætum með 6 stig. Akureyri lagði Hauka að velli, 25:19, í Íþróttahöllinni sl. föstudag og var þetta fyrsti heimasigur liðsins gegn Haukum síðan Akureyri Handboltafélag var stofnað árið 2006. Auk þessa er Akureyri komið áfram í 16-liða úrslit bikarkeppninnar.

Nánar er rætt við Atla í Vikudegi í dag.

Nýjast