Vinnur KA fjórða leikinn í röð?

Heil umferð fer fram í kvöld á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. Á Akureyrarvelli tekur KA á móti Fjarðabyggð kl. 19:00. KA er á mikilli siglingu í deildinni og hefur unnið þrjá leiki í röð eftir brösótt gengi framan af sumri. KA hefur 22 stig í sjötta sæti deildarinnar en Fjarðabyggð situr í næstneðsta með 11 stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Á sama tíma sækir Þór Þrótt R. heim á Valbjarnarvöllinn.

 

Þórsarar eru í harðri toppbaráttu og eftir jafntefli gegn ÍA í síðstu umferð er Þór í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings. Leiknir R. situr í öðru sæti með 32 stig.

Aðrir leikir kvöldsins í 1. deildinni eru:

ÍA-Víkingur R.

Grótta-Leiknir R.

ÍR-Fjölnir

HK-Njarðvík

Nýjast