Vinnuhópur Akureyrarstofu og AFE skoðar nýja möguleika

Formaður stjórnar Akureyrarstofu og formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hafa ásamt framkvæmdastjórum unnið að hugmyndum um viðbrögð AFE og AKS við efnahagsþrengingunum í þjóðfélaginu.  

Farið var yfir hugmyndirnar og rætt um næstu skref á fundi stjórnar Akureyrarstofu í vikunni. Þar kom fram að stefnt sé að því að funda með aðilum úr atvinnulífinu um stöðuna og hvernig hún horfir við á svæðinu.  Jafnframt er ætlunin að setja af stað vinnu sem felur í sér að greina ný og vannýtt tækifæri og mögulega sérstöðu svæðisins sem gæti fært athafnalífinu aukna möguleika. Sjónarhorn hópsins væri þannig annað en sjónarhorn almannaheillanefndarinnar sem þegar hefur unnið gott starf í að kortleggja leiðir og úrræði sem eru í boði fyrir einstaklinga ef á reynir, eins og segir í bókun frá fundi stjórnar Akureyrarstofu. Þá var formanni og framkvæmdastjóra falið að halda áfram undirbúningi málsins í samvinnu við Atvinnuþróunarfélagið.

Nýjast