Vinakaffi og bleikar slaufur í Hrísey

Það er kraftur i kvenfélagskonum í Hrísey   Myndir Hrísey.is
Það er kraftur i kvenfélagskonum í Hrísey Myndir Hrísey.is

Kvenfélag Hríseyjar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Í gær, þriðjudaginn 7. október stóðu félagskonur að Vinakaffi í tilefni að Viku einmannaleikans. Salurinn í Hlein var fullur af lífi og fjöri og á fimmta tug eyjaskeggja komu saman og nutu samverunnar. Á boðstólum var dásamlegt kaffibrauð ásamt kaffi og safa fyrir yngri gestina. 

„Börnin spiluðu og skemmtu sér, sum þeirra fóru fljótlega út í góða veðrið að leika sér. Á meðan sátu þeir fullorðnu og spjölluðu saman og nutu þess að hittast og borða góðar veitingar. Það var sönn ánægja að sjá hversu margir lögðu leið sína á viðburðinn – slíkar samverustundir minna okkur á mikilvægi þess að hittast, hlæja saman og styrkja tengslin í samfélaginu. Það er aldrei að vita nema við endurtökum leikinn einhvertíman“ sagði Dröfn Teitsdóttir, gjaldkeri félagsins.

Í morgun blöstu svo bleikar slaufur við Hríseyingum sem kvenfélagskonur voru búnar að hengja á ljósastaura víðsvegar um þorpið. Slaufurnar eru seldar í Centro á Akureyri og rennur upphæðin óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

„Í tilefni af Bleikum október vildum við sýna stuðning í verki og lífga upp á umhverfið í leiðinni með þessum fallegu bleiku slaufum. Við settum eina slaufu í hverja götu og vonum að fleiri fyrirtæki og félög á svæðinu kaupi einnig slaufu og taki þátt í þessu frábæra framtaki" bætti Dröfn við að endingu

Hér má sjá myndir frá vinakaffinu og af bleiku slaufunum.

  • 2630028a-e6e8-494f-b76a-b91598e2a2ea
  •  Þ
  • Það er hrisey.is sem sagði fyrst frá

Nýjast