Laugardagskaffi í Húna hefst á ný n.k. laugardag.
N.k laugardaginn 11. október kl 10.00 til kl 11.30 hefst hollvinakaffi Húna um borð í bátnum sem liggur við fiskihöfnina.
Kaffi og bakkelsi í boði Nýju Kaffibrennslunnar og Axelsbakarí og við munum sýna ljósmyndir sem og kvikmyndir frá starfinu í sumar.
Allir hjartanlega velkomnir og við hvetjum eldri sjómenn að koma og skrá sig í félagsskapinn sem er eins og allir vita einstaklega skemmtilegur hópur manna sem vita nánast allt og ef þeir eru í vafa þá er leyfilegt að beita hvítu lyginni.
Lífið er til þess að lifa því, eins og segir í tilkynningu frá Hollvinum Húna.