Svalbarðsstönd Nýtt grillhús úr eyfirskum efnivið hefur verið sett upp

Nýtt grillhús úr eyfirskum efnivið byggt neðan við Safnahúsið
Nýtt grillhús úr eyfirskum efnivið byggt neðan við Safnahúsið

Nýtt grillhús úr eyfirskum efnivið hefur verið sett upp á Svalbarðseyri. Það voru þeir feðgar Bergsveinn Þórsson og Birkir Bergsveinsson sem skelltu húsinu upp nú á haustdögum.

„Uppbygging yndissvæðis neðan við safnasafnið á Svalbarðsströnd sýnir einfaldlega að sveitaryfirvöld eru með puttann á púlsinum, vinna í að gera búsetuskilyrði aðlaðandi og huga að lífsgæðum íbúa sveitarfélagsins,“ segir í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sem greinir frá smíði grillhússin.

Stórviðarsögin kemur sér vel

Því sé afar ánægjulegt að sjá slíkt mannvirki rísa hér út með firði. Efniviðurinn er að mestu leyti ræktaður af forverum okkar við Eyjafjörðinn, Þingeyingum og Eyfirðingum sem um miðja síðustu öld, með draum um betra Ísland að leiðarljósi gróðursettu tré í Kjarnaskógi, Vaðlaskógi, Miðhálsstaðaskógi, Hánefsstaðareit og víðar.

„Þekking og atgervi vex, stórviðarsögin okkar í Kjarna gerir svo kleift að búa til fyrstu afurð úr efninu, fróðlegt verður að sjá hverju næsta kynslóð fær áorkað.“

Nýjast