Ógleymanleg stund

Þremenningarnir af Harðbak EA3 frá vinstri Steingrímur Antonsson, Arngrímur Jóhannsson og Jón Aspar …
Þremenningarnir af Harðbak EA3 frá vinstri Steingrímur Antonsson, Arngrímur Jóhannsson og Jón Aspar Björnsson ásamt líkaninu af Harðbak EA 3 Myndir SÓH

Hún var tilfinnningarík stundin í gær þegar þrír félagar af síðutogaranum Harðbak EA 3 hittust á nýjan leik,  það voru þeir Arngrímur Jóhannsson, Steingrímur Antonsson og Jón Björnsson Aspar.  Arngrímur og Jón voru að hittast í fyrsta sinn síðan í lok veiðiferðar Harðbaks á Nýfundalandsmið í febrúar 1959!

Það var  Sigfús Ólafur Helgason sem hafði forgöngu um þennan fund  og hafði hann með í för Trausta Halldórsson kvikmyndatökumann sem var búin að búa til fallega umgjörð í setti, ,,við tókum samtalið við hetjurnar okkar upp sem við munum nú vinna áfram og vonandi getum við sýnt þetta fyrr enn seinna" sagði Sigfús.

Trausti Halldórsson kvikmyndatökumaður snaraði upp myndveri  (setti)

,,Það var því hjartnæm stund þegar þeir tókust í hendur Jón og Arngrímur sem og Steingrímur og þessar öldnu hetjur voru svo vinsamlegir að setjast niður með okkur og spjalla aðeins um þessa frægustu veiðiferð er togari ÚA hefur farið fyrr og síðar. Ég segi enn og aftur þessi morgunstund með þeim Arngrími Jóhannssyni, Steingrími Antonssyni og Jóni Björnssyni Aspar þeim þremur er eru lifandi úr 30 manna áhöfn Harðbaks EA 3 í veiðiferðinni frægu, var svo sannarlega falleg" segir  Sigfús ennfremur.

Félagarnir þrír  Jón Aspar, Steingrímur og Arngrímur

Nýjast