A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 9.-12. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og er ókeypis inn á alla viðburði.
Hátíðin breytir Akureyri árlega í suðupott spennandi listviðburða og er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Myndlistarfélagsins á Akureyri og Listnámsbrautar VMA.
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni sem mun fara fram í Listasafninu, Hofi, Deiglunni og Mjólkurbúðinni. Þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum, dans- og leikhúsfólki.
Listafólkið sem tekur þátt að þessu sinni er: Árni Vil og Lísandra Týra Jónsdóttir, Marte Dahl, Áki Frostason og Andro Manzoni, Sunneva Kjartansdóttir, Ari Logn, Tianjun Li (Timjune), Drengurinn Fengurinn, Linde Rongen og Eydís Rose Vilmundardóttir, Fríða Katrín Bessadóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir, Alysse Bowd, Kjersti Austdal, Tátiljurnar.
Verkefnisstjóri er Sara Bjarnason.
Alysse Bowd
Áki Frostason og Andro Manzoni
Kjersti Austdal
Linde Rongen og Eydís Rose Vilmundardóttir
Marte Dahl